Fréttir

Skemmtileg samvera með Þetakonum 1. nóvember

Maður er manns gaman og nú er komið að því að við leggjum land undir fót og heimsækjum Þetadeildina á Suðurnesjum. Stjórn Þetadeildarinnar er búin að setja saman spennandi dagskrá og okkur er ekkert að vanbúnaði að leggja af stað :-) Við munum leggja af stað frá Reykjavík kl. 17, fimmtudaginn 1. nóvember. Ekki er ákveðið ennþá hvort farið verður á einkabílum eða í rútu en það skipulag er í vinnslu.  Myndir
Lesa meira

Næsti fundur í deildinni

Næsti fundur hjá Alfa- deild verður fimmtudaginn 1. nóvember en þá ætlum við að heimsækja systur okkar á Suðurnesjum, Þeta-deild.
Lesa meira

Vetrarstarfið okkar 2012-2013

Nýja stjórnin er full bjartsýni hvað veturinn varðar. Okkur langar að hafa "listir - samskipti - tengsl" sem leiðarljós í stjórnartíð okkar. Þetta þykja okkur vel valin leiðarljós ekki síst í ljósi þess sem kom fram og fjallað var um í New York í sumar. Innihaldsrík og gefandi samskipti, innan deildarinnar sem og við aðrar deildir, verða seint fullmetin. Munið fyrsta fundinn þriðjudaginn 2. október kl. 17:00 að Sunnuvegi 9. Þá verður notaleg samvera Alfakvenna ásamt inntöku nýrra félaga. Sjá dagskrá fram að áramótum undir hlekknum vetrarstarfið.
Lesa meira

Alfa systur sóttu vorþing

Vorþing DKG var haldið í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 29. apríl og þangað fjölmenntu Alfa systur því 23 félgskonur úr deildinni mættu á þingið. Þær áttu mjög góðan dag með öðrum systrum DKG og nutu dagskrárinnar í hvívetna. Sjá myndir.
Lesa meira

Fyrsti fundur Alfa deildar á nýju ári

Fyrsti fundur nýs árs var 9. febrúar haldinn í Vesturgarði við Hjarðarhaga. Þangað komu nemendur og kennarar úr Vogaskóla og sögðu frá hvernig þau nýta lesbrettin (kindle) í námi og kennslu. Undir liðnum önnur mál var inntaka nýrra félaga rædd og landsambandsforseti, Sigríður Ragna, fór yfir ýmiss mál. Sjá myndir frá fundinum.
Lesa meira

Fyrsti fundur starfsársins 2011-12

Fyrsti fundur verður haldinn í Gerðubergi þann 3. október kl. 17.00. Dagskrá: Formaður setur fundinn, kveikt á kertum. Orð til umhugsunar : Sigrún Klara Hannesdóttir og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Alþjóðaráðstefnan á næsta ári í New York kynnt: Sigríður Ragna Sigurðardóttir, forseti landssambandsins. Bókmenntaborgin Reykjavík kynnt : Auður Rán Þorgeirsdóttir og Kristín Viðarsdóttir
Lesa meira

Vorfagnaður Alfakvenna

Lokafundur vetrarins verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl kl. 17:00 að Skildinganesi 48 á heimili Sigríðar Rögnu.Sérstakur gestur fundarins er kanadíski sendiherrann, Alan Bones, en hann mun fræða okkur um menntastefnu Kanada og svara fyrirspurnum. Eins og þið eflaust allar vitið hefur Kanada komið vel út úr Pisakönnunum.   Við ætlum að gera okkur glaðan dag í tilefni þess að þetta er lokafundur vetrarins og á boðstólum verða léttar veitingar. Vonast er eftir að Alfa- konur fjölmenni. 
Lesa meira

Fyrsti fundur ársins 2011

Fyrsti fundur ársins 2011 verður 7. febrúar kl. 17:00 og verður haldinn í Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þar sem Salvör Nordal forstöðumaður mun taka á móti okkur og kynna okkur starfsemi stofnunarinnar sem er staðsett í Gimli sem er í byggingunni milli Lögbergs og Odda.
Lesa meira

35 ár frá stofnun Alfa deildar

Alfadeildin fagnar 35 ára afmæli sínu í Þjóðmenningarhúsinulaugardagurinn 13. nóvember kl. 11-1. Fundurinn verður opinn öllum DKG konum. Gaman væri að sjá sem flestar DKG konur á þeim degi.  
Lesa meira

Fyrsti fundur Alfa-deildar

Fundur verður haldinn í Alfadeildinni 21.september kl. 17.00-18.30 í Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í Skeifunni 8, efstu hæð.
Lesa meira