Fundur í Deiltadeild 9. apríl 2024

Halldóra Jónsdóttir og Ruth Jörgensdóttir RauterbergFundurinn var haldinn í félagsaðstöðu á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar þriðjudaginn 9. apríl 2024. Undirbúningur var í höndum Gunnhildar Björnsdóttur, Brynju Helgadóttur, Ruth Jörgensdóttur Rauterberg og Jónínu Eiríksdóttur í samráði við formann.

Halldóra formaður setti fundinn og Ruth kveikti á kertum.

Sólveig Sigurðardóttir

Þá var komið að erindi Sólveigar Sigurðardóttur deildarstjóra Farsældarþjónustu barna á Akranesi. Hún var áður verkefnastjóri við innleiðingu farsældarlaganna sem eru nýleg lög frá 2021 um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. 

Erindið Sólveigar nefndist: “Í átt að farsæld allra barna” Akranes var eitt af fimm fyrstu sveitarfélögunum til að hefja innleiðingu farsældarlaganna. Þar var sterkur grunnur m.a. í öflugu skólastarfi, góðri velferðarþjónustu og langri hefð fyrir að veita öllum börnum, sem þurfa, þjónustu/stuðning óháð greiningum. Einnig var hefð fyrir þéttu samstarfi, m.a. barnaverndar og skóla. Innleiðing fór fram í 3 áföngum á þremur árum. 

Halldóra Jónsdóttir og Sólveig SigurðardóttirLeiðarljós eru:

  • Jöfn tækifæri
  • Tryggja þáttöku, stuðning og þjónustu fyrir öll börn.
  • Öll börn eiga rétt á að stuðningspörf þeirra sé metin
  • Mæta þörfum allra en ekki endilega að allir fái eins - viõ erum öll ólík!
  • Samstarf - samskipti - samþætting og sameiginleg ábyrgð eru hornsteinar farsældarbjónustu.

Mikil frumvinna fór í fræðslu og kynningu og að koma lögunum á framkvæmanlegt stig og þróa skipulag og verkferla. Sólveig lagði áherslu á mikilvægi þess að festa alla ferla og að verkefnið verði sjálfbært en standi ekki og falli með einstökum starfsmönnum. Árangur er góður og bæði foreldrar og starfsfólk ánægð en vissulega hafa verið og verða áskoranir. Framundan er áframhaldandi vinna og búið að setja niður í fjórða áfanga farsældarskref fyrir árið 2024. Mikil ánægja var með erindið og fékk Sólveig rós og fræðslubækling um DKG í þakklætisskyni.

Ruth Jörgensdóttir RauterbergRuth flutti “Orð til umhugsunar” og fjallaði hún um orðið inngilding. Mjög áhugavert og upplýsandi um hugtak sem er lykilhugtak í farsæld og fjölmenningu.


Halldóra sleit síðan fundi áður en farið var í Golfskálann, á veitingastaðnum Nítjándu Bistro & Grill og borðað þar. Happdrættið var á sínum stað að vanda og að þessu sinni fékk Halldóra happdrættisvinninginn. Hópurinn kvaddist svo um kl. 20

 

Deltakonur á fundi Deltakonur snæða kvöldverð

Byggt á fundargerð sem Sigurveig Sigurðardóttir ritaði.

ÁE