Bókafundur í byrjun árs

Það var ekki amalegt að aka um sveitir Suðurlands í blíðskaparveðri í byrjun janúar. Jörðin var auð og það blakti ekki hár á höfði. 

Margrét Guðmundsdóttir varaformaður setti fund og kveikti á kertum: vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Eydís Katla Guðmundsdóttir las fundargerð síðasta fundar. Margrét fór í stuttu máli yfir fundi sem verða á næstunni. Dregið var happdrættinu góða. Fundi slitið með því að slökkva á kertum: vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Nú tók við bókakynning. Systur kynntu bækur sem þær lásu yfir jólin. Nokkrar nefndu bækur eða bókaflokka sem þær höfðu hlustað á, voru sammála um að það væri svo gott að hlusta á sögur meðan þær prjónuðu, ækju á milli staða og sinntu misskemmtilegum heimilisstörfum. 

Hlaðborðið stóð fyrir sínu að venju.

Bókalistinn

Myndir