Fundur í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn

AlmaDís flytur erindi um safnafræðslu.
AlmaDís flytur erindi um safnafræðslu.

Systur úr Lambdadeild komu í heimsókn. Ein þeirra, AlmaDís Kristinsdóttir safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar í Reykjavík, flutti erindi út frá doktorsvörn sinni sem fjallaði um safnafræðslustarf sem hreyfiafl. Fróðlegt og gagnrýnið erindi um virka þátttöku safngesta í stað einræðu.

Soffía Sveinsdóttir var tekin inn í Epsilondeild með formlegum hætti á fundinum. Hún kemur úr Gammadeild og óskaði eftir flutningi þar sem hún býr og starfar á Selfossi.

Breytingar á stjórn verður í maí. Guðríður lætur af störfum sem formaður og fleiri ganga úr stjórn. Uppstillinganefnd er að störfum. Í henni eru: Bolette, Erna og Vera.

Niðurstöður úr könnunni sem landsambandsstjórn DKG lagði fyrir félagskonur í nóvember sl. eru aðgengilegar á Fb síðunni: Delta Kappa Gamma á Íslandi.

Vorráðstefna DKG verður haldin laugardaginn 20. apríl á Hótel Vesturlandi, Borgarnesi. Dagskrá er væntanleg innan tíða. 

Orð til umhugsunar var í höndum Ásgerðar Eiríksdóttur. Hún talaði um hjartasteina sem hún safnar. Hún tínir þá í fjörunni við Hafið Bláa. Þeir hafa þýðingu fyrir hana eins og þeir höfðu fyrir ömmu hennar sem trúði á stokka og steina. Hver systir fór heim með hjartastein - gjöf frá Ásgerði. .

Guðríður kom með fallega gjöf til allra systra. Vorlaukafræ í heimatilbúnu umslagi sem hún hafði dundað sér við að búa til. Kveðjugjöf frá fráfarandi formanni og áminning um að vorið sé á næsta leiti.

Epsilonsystur og gestir úr Lambdadeild snæddu saman kvöldverð á Heima Bistro í Þorlákshöfn.