Inntökufundur í Tryggvaskála á Selfossi 3.okt. 2023

Nýjar félagskonur í Epsilon-deild.
Nýjar félagskonur í Epsilon-deild.

Fundurinn var mjög hátíðlegur og var settur með því að kveikja á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Árný Elíasdóttir landsforseti DKG og stjórn Epsilon-deildar stjórnuðu athöfninni og fórst þeim það einkar vel úr hendi. Hinn stílhreini og fallegi fáni DKG með táknum samtakanna setti sterkan svip á hátíðarbrag fundarins.

Eftir að athöfnina hófu systur um raust sína og sungu Hvað er svo glatt.

Happdrættið var á sínum stað.

Margrét Guðmundsdóttir kynnti málþing Epsilon-deildar sem ber yfirskriftina Lykill að læsi og verður fimmtudaginn 26. október í FSu á Selfossi kl. 17.00-19.00 . Fyrirlesarar eru Bjarkey Sigurðardóttir, Brynja Baldursdóttir og Svava Hjaltalín.

Árný landsforseti sagði í fáum orðum hvað samtökin ætla að leggja áherslu á í starfi sínu næstu misserin. Þau ætla m.a. að gera samtökin sýnilegri og það væri Epsilon-deild svo sannarlega að gera með því að halda málþing um læsi. Hún var afar ánægð með frumkvæði deildarinnar.

Að fundi loknum var afmælissöngurinn sunginn fyrir Guðríði formann Epsilond-deildar.

Þá var maturinn mátulega kominn á borðið.

Myndir.