23. mars 2015

Fundargerð 23. mars 2015
 
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerð
4. Kynning á Þekkingarsetri Suðurnesja
5. Önnur mál    
 
  1. Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttunnar, trúmennskunnar og hjálpseminnar. Hún hvatti konur til að mæta á landsambandsfundinn 9.-10. maí og skoða Evrópufundinn í ágúst og benti konum á að kynna sér þetta nánar með því að skoða vefsíðu samtakanna.
  2. Ingibjörg Hilmarsdóttir var með orð til umhugsunar, ræddi um mæður og mæðradaginn og deildi með okkur hugleiðingum eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson
  3. Ritari var með nafnakall og voru 19 konur mættar 
  4. Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja kynnti starfsemina, sýndi okkur aðstöðuna ásamt Halldóri Pálmari Halldórssyni forstöðumanni Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum.
  5. Fundinum, og jafnframt vetrarstarfinu, lauk svo með sjávarréttasúpu á Vitanum. 
Formaður sleit fundi kl.20:00
Ritari: Hulda Björk Þorkelsdóttir

Síðast uppfært 14. maí 2017