Bókafundur haldinn í Vök, Fellabæ.

Bókafundur í Vök Zeta konur hittust í fundarsal Vök Bistro í Fellabæ þann 29. febrúar. Fámennt var en góðmennt og voru það farsældarlögin sem áttu hug kvenna í upphafi fundar. Félagskonur ræddu um farsældarlögin og skipst var á hugmyndum hvernig þau gætu komið til með að hafa áhrif á opinbera þjónustu.

Það voru svo bæði nýjar og eldri útkomnar bækur sem stýrðu næsta umræðuefni og konur komu með sínar uppáhalds eða áhugaverðu bækur og sögðu frá þeim. Skemmtilegur fundur á þessum degi sem kemur víst aðeins á fjögurra ára fresti en ástæðulaust að bíða í fjögur ár með að halda bókafund aftur.