Jólafundur haldinn á Eskifirði 6. desember 2023.

Zeta konur hittust á aðventu og héldu jólafund á Eskifirði. Við fengum höfðinglegar mótttökur á vinnustofu Steinunnar Sigurðardóttur listakonu á Eskifirði. Hún tók á móti okkur með glæsilegum viðurgjörningi og ljúfu viðmóti á vinnustofu sinni og sagði okkur frá sjálfri sér og við nutum frábærra verka hennar sem eru myndir, flestar málaðar með olíulitum.
Að heimsókn lokinni héldum við í Randúlfssjóhús þar sem hefðbundinn fundur fór fram en þær, Halldóra, Helga og Björg sáu um fundinn að þessu sinni.
Helga flutti “ orð til umhugsunar” og fjallaði um aðventuna og undirbúning jólahalds og rifjaði upp ljúfar bernskuminningar sem sveipaðar voru kærleika og umhyggju foreldranna. Einnig ræddi hún mikilvægi tilhlökkunar og væntinga í uppeldi barna. Í lokin las hún ljóð Hákons Aðalsteinssonar um aðventuna. Í framhaldi voru umræður um stöðuna í dag og hversu langur aðdragandi jóla væri m.a. með endalausu auglýsingaflóði.

Gleðilega hátíð.