5. fundur

5. fundar ETA deildar Kappa, Delta, Gamma,
félags kvenna í fræðslustörfum veturinn 2012–2013.
 
Staður og tími: Hannesarholt, Grundarstíg 10, kl. 18 -20.
 
Þessi 5. fundur ETA deildar á starfsárinu var í umsjón 4. hóps en í honum eru: Anna Sigríður Pétursdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tanya Dimitrova.  
 
Mættar voru 17 konur:  Anna Sigríður, Auður, Bryndís G., Bryndís S., Brynhildur, Eyrún, Guðbjörg, Guðlaug, Guðrún Hrefna, Ingibjörg, Jóhanna, Ólöf Helga, Sophie, Stefanía og
Ragnheiður. Einnig var fyrrverandi Etasystir Bergþóra Gísladóttir gestur á fundinum.
 
Dagskrá:
1.  Fundur settur
2.  Inntaka nýs félaga Önnu Sigríðar Pétursdóttur.  
3.  Orð til umhugsunar: Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir.
      Matur: Verð kr. 2000. Ragnheiður býður upp á kaffi og köku á eftir.
4.  Ragnheiður staðarhaldari í Hannesarholti segir okkur frá húsinu og
     þeirri starfsemi sem þar mun fara fram.
5.  Afhending rósa.
     Spjall.
     Fundi slitið. 
 
Fundurinn var haldinn í Hannesarholti, nýju menningarhúsi í hjarta Reykjavíkur. Hannesarholt er sjálfseignarstofnun en þetta glæsilega hús reisti Hannesi Hafstein fyrir fjölskyldu sína árið 1915. Ragnheiður Jónsdóttir, staðarhaldari (og Eta systir, í undirbúningshópi fyrir fundinn) hefur verið í forsvari fyrir gagngerum endurbótum á húsinu og mótun þeirrar starfssemi sem þar er fyrirhuguð. Ragnheiður tók á móti fundarkonum og bauð til stofu!
 
Auður formaður setti síðan fund og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
 Hún þakkaði Ragnheiði fyrir það höfðinglega boð hennar að taka á móti okkur.   Auður flutti kveðju frá félögum sem ekki komust á fundinn og kynnti dagskrá og skipaði Ingibjörgu Símonardóttur svo fundarstjóra. 
 
Þá hófst inntaka nýrrar ETA systur Önnu Sigríðar Pétursdóttur, sem er reyndar strax orðin virk í félagsstarfinu, er í nefndinni sem sá um fundinn!  Auður,  Bryndís G. og Sophie sáu um inntökuathöfnina. Að athöfn lokinni var Anna Sigríður svo boðin velkomin með lófataki.
 
Guðlaug Sjöfn flutti Orð til umhugsunar og lagði út frá mikilvægi Sköpunarkraftsins enda viðeigandi í ,,húsi sem gert hefur verið að minnisvarða um Hannes Hafstein, mann sem var brautryðjandi á pólitískum vettvangi, manns sem þorði að fara ótroðnar slóðir og bjó yfir miklum sköpunarkrafti sem veitti honum persónulega lífsfyllingu í kveðskap. Sá sköpunarkraftur kom öllum Íslendingum til góða og varðveitist sem menningararfur þjóðarinnar”. Guðlaug benti á nauðsyn þess að virkja sköpunarkraft nemenda og okkar eigin sem leið að lífshamingju
 
Að því búnu var matur til reiðu, ákaflega ljúffengur; Lax í mangó og chili-búningi að hætti kokksins og kakan með kaffinu algert lostæti en áður en hennar var neytt hlustuðum við á frásögn Ragnheiðar af  sögu húsins og framkvæmdum við það. Að því loknu leiddi hún okkur um húsið. 
 
Fundarkonur luku miklu lofsorði á allar endurbætur og voru á einu máli um að allt það     verk væri framkvæmdaaðilum til sóma. Húsið væri líka kærkomin viðbót við menningarflóru borgarinnar með því margþætta hlutverki sem því er ætlað að gegna. 
 
Því næst var sest yfir kaffi og kökuna gómsætu og spjallað. Það teygðist úr spallinu og áætlaður fundartími lengdist um næstum heila klukkustund 
Það mun líka vera eitt af hlutverkum hússins að hvetja til samræðna í góðra vina hópi.
 
ETA systur flytja Ragnheiði og starfsfólki, og þá sérstaklega Ali kokki og Láru forstöðumanni kærar þakkir fyrir frábæra kvöldstund
 
Fundarritarar:
 
Anna S, Guðlaug Sj. og Ingibjörg.
 

Síðast uppfært 14. maí 2017