Góður jólafundur

Það var glatt á hjalla á jólafundinum
Það var glatt á hjalla á jólafundinum
Jólafundur Mý-deildar var haldinn miðvikudaginn 29. nóvember síðastliðinn.  Fundurinn var vel sóttur, og buðum við vinkonum okkar í Beta-deild að vera með okkur. Á fundinum hlýddum við á jólasögu eftir Svavar A. Jónsson og Ragnheiður Júlíusdóttir söng fyrir okkur falleg jólalög.

Stjórn Mý-deildar bauð uppá jólahlaðborð með ýmis konar kræsingum sem tilheyra aðventunni og eftir matinn fengum við góðan gest í heimsókn. Það var Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur sem kom og spjallaði við okkur um skáldskap, sagði okkur frá bókunum sínum og las að lokum uppúr þeirri nýjustu, Blávatnsorminum. Stjórn Mý-deildar þakkar fundarkonum kærlega fyrir komuna og samveruna á þessari ljúfu kvöldstund. 

Í myndaalbúmi eru myndir frá jólafundinum