Jólafundur Etadeildar verður haldinn þriðjudaginn 4. desember kl. 19:00 á veitingastaðnum Satt, Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir)

Kæru Etasystur. Hér með fylgir dagskrá jólafundarins. Kirsten tekur við skráningu og afboðun (kirsten@verslo.is). Hún þarf að skila áætluðum fjölda til veitingastaðarins föstudaginn 30. nóvember og endanlegri tölu 3. desember. Jólafundur Etadeildar verður haldinn þriðjudaginn 4. desember kl. 19:00 á veitingastaðnum Satt, Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) Nauthólsvegi 52. Gestur fundarins verður frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Matseðill:
Forréttir:  Síldarréttir að hætti Satt,  villisveppapaté að austan, lifrarkæfa með beikoni og sveppum. laufabrauð, rúgbrauð og heimabakað brauð ásamt íslensku smjöri.
Aðalréttur: Birkikryddað lambalæri með rauðvínssósu, sykurbrúnuðum kartöflum, grilluðu rótargrænmeti, smjörsteiktum sveppum, salati og rauðkáli.
Eftirréttur: Riz a l´amande með karamellusósu ásamt kaffi og te.

Verð kr. 5.200

Vonandi fjölmennum við og njótum samverunnar.